Molar

Á þessari síðu eru krækjur í ýmsan fróðleik um ættina og annað, sem áhugavert kann að þykja.  Ef um mjög stórar skrár er að ræða, er stærðarinnar getið.  Niðurhal með hægvirkri nettengingu getur þá tekið drjúga stund.

Ræða Geirs Þorsteinssonar á niðjamótinu.
Geir flutti ágæta ræðu á niðjamótinu.  Hann minntist þar afa síns og ömmu, Eiríks og Guðrúnar, tíðaranda, hugsunarháttar og þjóðfélagsástands upp úr miðri nítjándu öld og fram á öndverða tuttugustu öld.  Geir hefur aukið mjög og endurbætt annars annars prýðilegt yfirlit, og hefur þessu efni nú verið komið fyrir á vef Eiríksbæjarættarinnar (2,5 Mb).

Guðrúnarsaga - Af Guðrúnu (Döllu) Þorsteinsdóttur.  Original english version is here. (5,1 Mb)

Ása og Guðni - Benedikt G. Sigurðsson hefur tekið saman fróðleik um ömmu sína og afa, Ásu Eiríksdóttur og Guðna Einarsson.

Kjalnesingar - Geir H. Þorsteinsson sendi umsjónarmanni ljósrit úr bókinni Kjalnesingar - Ábúendur og saga Kjalarneshrepps frá 1890.  Höfundur er Þorsteinn Jónsson.  Bókin er gefin út að tilstuðlan og með tilstyrk Kjalarneshrepps.  Esjuútgáfan, Byggðir og bú ehf,  Reykjavík 1998.  ISBN 9979-9265-5-4. (3,6 Mb)

Þorlákur Loftsson - Umsjónarmaður fann upplýsingar um séra Þorlák á Móum á Kjalarnesi, en hann var afi Guðrúnar Jónsdóttur: Ása dóttir Þorláks og Sigríðar Markúsdóttur átti Jón Ólafsson á Völlum á Kjalarnesi, en þau voru foreldrar Guðrúnar.

Ættir Síðupresta - Benedikt G. Sigurðsson sendi umsjónarmanni samantekt sína frá 1978 um ættir Síðupresta.  Þar er ætt Sigríðar Markúsdóttur, konu séra Þorláks Loftssonar, rakin til Jóns Steingrímssonar eldklerks á Prestbakka á Síðu.

 


Site Map | Printable View | © 2008 - 2020 Tölvar ehf | Powered by mojoPortal | XHTML 1.0 | CSS | Design by styleshout