Eldri fréttir

 

 

20.08.2010
Á spjallrásinni hefur umsjónarmaður skrifað stutta lýsingu á skrám í skjalasafni, sem varða niðjatalið.  Í sama skeyti er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig hann telur að heppilegast sé að prenta ættartöluna.

17.08.2010
Á spjallrásinni er nýtt skeyti með leiðbeiningum fyrir þá, sem áhuga hafa á að taka þátt í umræðum á henni.

12.10.2010
Mótsnefnd hélt 3. fund sinn 10. ágúst sl.  Fundargerðin hefur verið vistuð í skjalasafni  vefsins.  Ennfremur hefur verið stofnuð ný myndasíða, Fundir mótsnefndar, og 3 myndir frá fundinum vistaðar á henni.

10.08.2010
Uppfært niðjatal Einars Ingvars.  Stofnuð myndasíða fyrir niðja Oddnýjar.  Búið til pdf-skjal með heildarniðjatali Eiríks og Guðrúnar, Niðjatal.pdf, og vistað í skjalasafni undir Önnur skjöl.

Umsjónarmaður beinir þeim tilmælum til ættingja sinna, að vera duglegir að leggja vefnum til efni.  Má í því sambandi sérstaklega nefna myndir.  Nokkrar leiðbeiningar í því sambandi eru frá umsjónarmanni á spjallrásinni.

 

25.07.2010
Nokkur óvissa var uppi um fæðingarár Eiríks Helga eldri.  Á legsteininum í Hólavallagarði er það sagt 1863, en aðrir hafa talið það vera 1862.  Dagmar Þórisdóttir hefur leitt okkur í allan sannleika um þetta, en í skeyti frá henni segir:

Sælt veri fólkið!
Eiríkur Helgi Eiríksson fæddist 2. desember 1862.
Skírn hans er færð í "Ministerialbók fyrir Brautarholts og Saurbæar prestakall innan Kjalarnesþings prófastdæmis" byrjuð 1. d. janúars 1862.
Fæddir karlkyns bls. 14, 8. færsla.

Fæðingardagur            2. des.
Skírn                             3. des. heima af presti.

Nöfn, stétt, bjargræðisvegur og heimili foreldranna:
Guðrún Helgadóttir til heimilis á Melum og Eyríkur Tómasson húsmaður á Víðinesi, ekkjumaður, beggja 1ta brot.

Kær kveðja, Dagmar Þórisdóttir

 

22.07.2010
Úrklippa úr Fjallkonunni frá 14.09.1906 vistuð í skjalasafni undir Önnur skjöl.

24.06.2010
Minningargrein um Guðrúnu Jónsdóttur í Morgunblaðinu 9. maí 1941 vistuð í skjalasafni.

23.06.2010
Fundargerð mótsnefndar frá 21.06.2010 auk skráa um fulltrúa í mótsnefnd og tengiliði vistað í skjalasafni.

07.05.2010
Vefur Eiríksbæjarættarinnar
hefur göngu sína

26.04.2010
Undirbúningsfundur haldinn í Árbæjarkirkju.  Fundargerð vistuð í skjalasafni.

22.10.2010
Nokkra undanfarna daga hefur vefur Eiríksbæjarættarinnar legið niðri eða sambandið verið slitrótt vegna viðhaldsverkefna í netþjónabúi Tölvars ehf.  Þessum aðgerðum er nú lokið, og eru aðstæður aftur orðnar eðlilegar.

10.10.2010
Engin þátttaka hefur fram að þessu verið á spjallrásinni.  Er fólk óvant þessari tjáningarleið eða eruð þið, ágætu frænkur og frændur, búin að missa áhuga á vefnum?  Umsjónarmaður hefur í dag póstlagt á spjallrásinni dálitla athugasemd um myndasafnið.

05.10.2010
Enn bætt við í safnið nokkrum myndum frá mótinu.

 

02.10.2010
Nokkrum hópmyndum bætt í myndasafnið.

28.09.2010frá niðjamótinu
Leiðréttingar hafa borist við niðjatalið og hefur það verið uppfært samkvæmt því (bæði á síðu Niðjatal sem og í Skjalasafni).
Bætt var við myndum frá afkomendum EIE.  Upplýsingar vantar um fólkið á myndunum.
Stofnuð var síða fyrir myndir frá mótinu í Félagsgarði.

26.09.2010
Nokkrum fróðleiksmolum bætt við vefinn.

22.09.2010
Íslensk þýðing Guðrúnarsögu Þorsteinsdóttur vistuð á vefnum.

13.09.2010
Nú er niðjamótið afstaðið og eru líklega flestir sammála um að vel hafi tekist til.  Við höfum engu að síður fullan hug á að halda áfram úti þessum vef og helst að byggja hann upp sem best.  Eru ættingjar vorir allir hvattir til að taka sem mestan þátt í því starfi.  Leiðréttingar hafa borist á niðjatalinu og verður þeim komið fyrir innan skamms.  Ný síða, Molar, hefur verið stofnuð.  Henni er ætlað að birta krækjur í efni, sem okkur berst og vistað er á gagnaþjóninum, sem hýsir vefinn.  Af þessari síðu má nú nálgast skjal, sem okkur hefur borist frá fjölskyldu Guðrúnar Þorsteinsdóttur (Döllu).


Site Map | Printable View | © 2008 - 2020 Tölvar ehf | Powered by mojoPortal | XHTML 1.0 | CSS | Design by styleshout